Tindastóll hefur samið við hinn litháíska Adomas Drungilas um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Adomas ætti að vera íslenskum aðdáendum kunnur, en hann vann Íslandsmeistaratitilinn með Þór leiktíðina 2020-21 og var valinn besti leikmaður úrslitanna. Á síðustu leiktíð lék hann fyrir Tartu í Eistlandi, en þar skilaði hann 11 stigum og 7 fráköstum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Adomas Drungilas um að leika með Tindastól næsta tímabil. Drungilas þekkja allir körfuboltaáhugamenn og hlökkum við mikið til að sjá hann í Tindastólsbúningnum næsta haust. Við bjóðum Drungilas hjartanlega velkominn í Skagafjörðinn. Áfram Tindastóll!