Undir 20 ára lið kvenna mun nú í júlí taka þátt í Evrópumóti FIBA. Þjálfari liðsins er Halldór Karl Þórsson og aðstoðarþjálfarar þau Nebojsa Knezevic og Berglind Gunnarsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn fara fyrir Íslands hönd á mótið.

EM fer fram 9.-17. júlí í Skopje í Makedóníu en liðið heldur af stað 7. júlí. Ísland hefur leik í B-riðli með Armeníu, Þýskalandi, Ísrael og Georgíu.

U20 kvenna · 2022
Anna Lilja Ásgeirsdóttir · Njarðvík
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar
Helena Rafnsdóttir · Njarðvík
Hulda Björk Ólafsdóttir · Grindavík
Karen Lind Helgadóttir · Þór Akureyri
Lára Ösp Ásgeirsdóttir · Njarðvík
Lea Gunnarsdóttir · KR
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Thea Olafía Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar
Vilborg Jónsdóttir · Njarðvík

Sjúkraþjálfarar eru þær Anna Sóley Jensdóttir og Jóhanna Herdís Sævarsdóttir