Undir 20 ára lið karla mun nú í júlí taka þátt í Evrópumóti FIBA. Þjálfari liðsins er Baldur Þór Ragnarsson og aðstoðarþjálfari Pétur Már Sigurðsson. Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn fara fyrir Íslands hönd á mótið.

EM fer fram 15.-24. júlí í Tbilisi í Georgíu en liðið heldur af stað 13. júlí. Ísland hefur leik í A-riðli með Rúmeníu, Hollandi, Lúxemborg og Eistlandi.

U20 karla · 2022
Ástþór Atli Svalason · Valur
Eyþór Lár Bárðason · Tindastóll
Friðrik Anton Jónsson · Álftanes
Hilmir Hallgrímsson · Vestri
Hugi Hallgrímsson · Vestri
Ólafur Björn Gunnlaugsson · ÍR / Florida Southern, USA
Ólafur Ingi Styrmisson · Fjölnir
Óli Gunnar Gestsson · Selfoss
Orri Gunnarsson · Haukar
Sigurður Pétursson · Breiðablik
Sveinn Búi Birgisson · Valur
Þorvaldur Árnason · KR

Sjúkraþjálfari liðsins er Andrés Nieto Palma