KR hefur framlengt samningum sínum við þá Veigar Áka Hlynsson og Þorvals Orra Árnason. Báðir eru þeir uppaldir hjá félaginu og fengu góð tækifæri í Subway deildinni á yfirstandandi tímabili. Þorvaldur Orri var með 12 stig og 6 fráköst að meðaltali á tímabilinu á meðan að Veigar Áki var með 4 stig, 3 fráköst og stoðsendingu að meðaltali í leik.

Ásamt þeim skrifaði bakvörðurinn Dagur Kár Jónsson undir samning hjá félaginu, en Karfan ræddi við Þorvald og Veigar eftir að blekið var komið á blað á Meistaravöllum fyrr í dag.