Vestri varð á dögunum meistari 4. deildar 10. flokks drengja með sigri á D liði Stjörnunnar í úrslitaleik, 57-47.

Atkvæðamestur fyrir Vestra var Hjálmar Helgi Jakobsson með 41 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta.

Fyrir Stjörnuna var það Vilhelm Ari Hólmarsson sem dró vagninn með 11 stigum og 9 fráköstum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfara sínum Birgi Erni Birgissyni

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ