Valur varð fyrir helgina meistari í 2. deild unglingaflokks karla eftir sigur á Þó Akureyri í úrslitaleik, 82-89.

Atkvæðamestur fyrir meistarana var Ástþór Atli Svalason með 16 stig, 9 fráköst og 11 stoðsendingar.

Fyrir Þór var það Ragnar Ágústsson sem dró vagninn með 14 stigum og 13 fráköstum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfara sínum Finni Frey Stefánssyni.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ