Starfsmönnum KR var nokkuð brugðið þegar þeir komu til vinnu á Meistaravelli þennan morguninn, en þá hafði fána Vals verið flaggað fyrir framan íþróttahús og fótboltavöll félagsins. Valur vann að sjálfsögðu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í úrvalsdeild karla í 39 ár í gærkvöldi og hefur liðið miklar tengingar við nágrannafélagið, þar sem þjálfari og mikið af leikmönnum Íslandsmeistaranna lék áður fyrir og vann titla með Vesturbæjarfélaginu.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af fánanum eftir að hann var dreginn af húni.