Úrslitaeinvígi Subway deildar karla rúllar af stað í kvöld með fyrsta leik Vals og Tindastóls kl. 20:30 í Origo Höllinni.

Á leið sinni í úrslitin sópaði Valur fyrst Stjörnunni og síðan Íslandsmeisturum Þórs í undanúrslitum á meðan að Tindastóll fór í oddaleik gegn Keflavík í fyrstu umferð áður en þeir unnu Njarðvík 3-1 í undanúrslitunum.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, en hvorugt hefur liðið unnið þann stóra eftir að fyrirkomulag úrslitakeppni var sett á árið 1984. Fyrir það hafði Valur þó unnið titilinn í tvígang, 1980 og 1983.

Tölfræði leiks

Leikur dagsins

Subway deild karla – Úrslit

Valur Tindastóll – kl. 20:30