Valur lagði Tindastól í kvöld í fjórða leik úrslita Subway deildar karla eftir framlengdan leik, 97-95.

Undir lokin var það bakvörður Tindastóls Pétur Rúnar Birgisson sem stal boltanum, keyrði upp völlinn og skoraði sigurkörfuna með sniðskoti þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir. Valur náði ekki að svara og fóru Stólarnir því með sigur af hólmi.

Með sigrinum knýja Stólarnir fram oddaleik um titilinn, sem fer fram komandi miðvikudag 18. maí kl. 20:15 í Origo Höllinni.

Tölfræði leiks

Leikur dagsins

Subway deild karla – Úrslit

Tindastóll 97 – 95 Valur

Einvígið er jafnt 2-2