Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Murcia í dag í ACB deildinni á Spáni, 72-77.

Með sigrinum náði Zaragoza að tryggja veru sína í deildinni, en þeir enduðu í 16. sætinu með 35 stig. Liðin sem enduðu í fallsæti voru Morabanc Andorra, fyrrum félag Hauks Helga Pálssonar og Burgos, fyrrum félag Ægis Þórs Steinarssonar.

Á tæpum 13 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær þremur stigum og sex fráköstum.

Tölfræði leiks