Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza töpuðu í dag fyrir Bilbao í ACB deildinni á Spáni, 80-82.

Eftir leikinn er Zaragoza í 13. sæti deildarinnar með 35 stig.

Á tæpum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 15 stigum, 6 fráköstum og stoðsendingu, en hann var næst stigahæstur í liði Zaragoza í dag.

Næsti leikur Tryggva og Zaragoza í deildinni er þann 7. maí gegn Baskonia.

Tölfræði leiks