Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers máttu þola tap í fyrsta leik undanúrslita gegn ZZ Leiden í hollensku BNXT deildinni, 81-79.

Á tæpum 27 mínútum spiluðum skilaði Þórir Guðmundur 5 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur liðanna er þann 12. maí, en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitin.

Tölfræði leiks