Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers máttu þola tap í kvöld fyrir Antwerp Giants í 16 liða úrslitum BNXT deildarinnar í Hollandi/Belgíu, 79-89.

Þórir Guðmundur var stigahæstur í liði Landstede í kvöld, en á tæpum 37 mínútum skilaði hann 20 stigum, 6 fráköstum, stolnum bolta og vörðu skoti.

Leiknir eru tveir leikir í 16 liða úrslitunum og þurfa Landstede því að vinna seinni leikinn komandi þriðjudag með meira en 10 stigum til að tryggja sig áfram í keppninni.

Tölfræði leiks