Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers máttu þola tap í kvöld fyrir Antwerp Giants í úrslitakeppni BNXT deildarinnar í Hollandi/Belgíu, 94-39.

Leikurinn var sá seinni af tveimur í 16 liða úrslitum deildarinnar, en þeim fyrri töpuðu Landstede einnig, 79-89. Landstede eru því úr leik þar sem samanlagt tap þeirra var 183-118.

Á tæpum 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir 6 stigum, 10 fráköstum, 2 stolnum boltum og vörðu skoti.

Tölfræði leiks