Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers lögðu Feyenoord í annað skiptið í kvöld í einvígi liðanna í úrslitakeppni BNXT deildarinnar í Hollandi, 71-81.

Vinna þurfti tvo leiki til þess að komast áfram og eru Feyenoord því úr leik á meðan að Landstede fer áfram í næstu umferð.

Þórir Guðmundur var atkvæðamikill fyrir Landstede í leiknum, skilaði 15 stigum, 13 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum á tæpri 31 mínútu spilaðri.

Í næstu umferð, undanúrslitum Hollands, mun liðið mæta ZZ Leiden í einvígi þar sem vinna þarf þrjá leiki til þess að komast áfram í úrslitin.

Tölfræði leiks