Þór Akureyri urðu á dögunum meistarar 2. deildar stúlknaflokks eftir sigur á Aþenu í úrslitaleik, 68-85.

Atkvæðamest í liði Þórs var Eva Wium Elíasdóttir með 41 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta.

Fyrir Aþenu var Elektra Mjöll Kubrzeniecka atkvæðamest með 20 stig, 8 fráköst og 3 stolna bolta.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfara sínum Daníel Andra Halldórssyni.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ