Þór Akureyri varð fyrir helgina meistari 2. deildar 10. flokks drengja með sigri á Ármanni í úrslitaleik, 61-73.

Atkvæðamestur Þórsara í leiknum var Viktor Smári Inguson með 23 stig og 6 fráköst.

Fyrir Ármann var það Sævar Loc Ba Huynh sem dró vagninn með 23 stigum og 7 fráköstum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfara sínum Daníel Andra Halldórssyni.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ