Stjarnan vann Íslandsmeistaratitilinn í minnibolta 11 ára drengja um helgina í Dalhúsum í Grafarvogi.

Vann liðið alla sína leiki á úrslitamótunum þremur, en Haukar voru í öðru sæti. Með Stjörnunni og Haukum í riðli voru Grindavík, Keflavík, Þór Akureyri og Stjarnan b.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfurum sínum Hlyni Bæringssyni og Dino Stipcic.

Mynd / KKÍ