Stjarnan vann Íslandsmeistaratitilinn í 8. flokki drengja síðustu helgi í MGH.

Bæði fór liðið taplaust í gegnum lokamótið, sem og alla leiki tímabilsins. Í öðru sæti var KR b, en með þeim í riðli voru einnig ÍR, KR og Njarðvík

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfurum sínum Leifi Steini Arnarssyni og Elíasi Uche Elíassyni.

Mynd / KKÍ