Stjarnan varð á dögunum Íslandsmeistari í 9. flokki stúlkna eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik, 64-34.

Atkvæðamest fyrir Stjörnuna í leiknum var Kolbrún María Ármannsdóttir með 16 stig og 28 fráköst.

Fyrir Keflavík var það Hanna Gróa Halldórsdóttir sem dró vagninn með 11 stigum og 6 fráköstum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum, en þjálfari þeirra er Arnar Guðjónsson.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ