Stjarnan/Álftanes urðu á dögunum Íslandsmeistarar í unglingaflokki karla eftir sigur á Breiðablik í úrslitaleik, 89-92.

Atkvæðamestur fyrir Stjörnuna í leiknum var Friðrik Anton Jónsson með 28 stig, 14 fráköst og 2 varin skot.

Fyrir Blika var það Sigurður Pétursson sem dró vagninn með 20 stigum, 13 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum með þjálfara sínum Inga Þór Steinþórssyni.

Tölfræði leiks