Valur tekur á móti Tindastól kl. 20:15 í kvöld í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla.

Fyrir leikinn hafa liðin hvort um sig unnið tvo leiki, Valur sína tvo heimaleiki og Tindastóll leikina á Sauðárkróki.

Ljóst er að sama hver niðurstaðan verður í kvöld, þá verður hún söguleg. Hvorugt liðið hefur áður unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir að fyrirkomulag úrslitakeppni var tekið upp, en fyrir það hafði Valur þó unnið tvo titla, 1980 og 1983.

Tölfræði leiks

Leikur dagsins

Subway deild karla – Úrslit

Valur Tindastóll – kl. 20:15

Einvígið er jafnt 2-2