Skallagrímur hefur samið við Ragnar Magna Sigurjónsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Stðafestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Ragnar Magni er að upplagi úr Skallagrím, en lék á síðasta tímabili með Hamri í Hveragerði, en þá hefur hann einnig leikið fyrir Selfoss og ÍA á síðustu árum. Í þrettán leikjum með Hamri á síðasta tímabili í fyrstu deildinni skilaði hann 11 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Mynd / Skallagrímur FB