Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

 • Styrmir Snær Þrastarson leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanum er sagður íhuga stöðu sína fyrir komandi tímabil, en orðið á götunni er að Tindastóll hafi boðið honum veglegan samning

 • Baldur Þór Ragnarsson er sagður næsta öruggur áfram með Tindastól og að hann hafi meðal annars neitað því að taka við Grindavík síðustu helgi

 • Þá er landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson sagður íhuga að taka eitt tímabil með uppeldisfélagi sínu í Grindavík, en hann lék síðast með Crailsheim Merlins í þýsku úrvalsdeildinni

 • Hinn efnilegi Kristján Fannar Ingólfsson er sagður íhuga að fara aftur heim til Keflavíkur eftir eitt tímabil með Stjörnunni

 • Þá hefur einnig heyrst að Þór sé á eftir Arnóri Bjarka Eyþórssyni, fyrrum leikmanni Selfoss, en hann mun vera á leið heim úr háskólaboltanum þar sem hann var á mála hjá Toledo Rockets

 • Heyrst hefur að Daniela Wallen Morillo hjá Keflavík muni mögulega söðla um eftir nokkur frábær ár hjá félaginu og semja við lið fyrir utan landsteinana

 • Hugi Hallgrímsson leikmaður Vestra mun vera á leið vestur um haf í bandaríska háskólaboltann

 • Bragi Guðmundsson hjá Haukum er einnig sagður íhuga að fara vestur um haf fyrir næsta tímabil

 • Gunnar Ólafsson leikmaður Stjörnunnar er svo gott sem öruggur í KR fyrir næsta tímabil

 • Leikmaður Fjölnis Daníel Ágúst Halldórsson var sagður vera að velja á milli Þórs í Þorlákshöfn í Subway deildinni eða Hamars í fyrstu deildinni, en nú er talið líklegt að Haukar og ÍR séu einnig líklegir áfangastaðir

 • Deildarmeistarar Ármanns í fyrstu deild kvenna eru sagðar vilja fara upp í Subway deildina með ÍR, en ekki sé víst hvort að fjölgað verði í deildinni á næsta tímabili

 • Arnar Guðjónsson er sagður nánast staðfestur sem þjálfari Stjörnunnar í fyrstu deild kvenna á næsta tímabili og að hann muni einnig nánast örugglega halda áfram með karlaliðið í Subway deild karla

 • Austin Magnús Bracey er sagður líklegur til þess að taka slaginn með nýliðum Ármanns í fyrstu deild karla

 • Ármann er sagt hafa nánast staðfest alla leikmenn sem voru með þeim í annarri deildinni á síðasta tímabili, en enn eigi eftir að semja við þjálfara liðsins Ólaf Þór Jónsson fyrir komandi átök í fyrstu deild karla

 • Arnþór Freyr Guðmundsson er sagður íhuga að flytja sig niður í fyrstu deildina fyrir komandi tímabil, nánar tiltekið á Álftanes, en hann er einnig sagður líklegur til þess að ganga til liðs við nýliða Hauka í Subway deildinni

 • Grindavík eru enn að leita að þjálfara, voru samkvæmt heimildum að bíða eftir svörum frá Baldri Þór Ragnarssyni (Tindastól) og Finni Frey Stefánssyni (Val), en eru sagðir hafa fengið neitun um helgina frá báðum. Áður hafði liðið verið orðað við Borche Ilievski (KR), Israel Martin (Sindra) og Inga Þór Steinþórsson (Stjarnan)

 • Heimildir herma að Njarðvík vilji semja við Kristinn Pálsson og félaga hans úr Grindavík Ólaf Ólafsson fyrir komandi tímabil

 • Jose Medina er sagður ekki taka ferðina upp í Subway með Haukum og muni ganga til liðs við Sindra í fyrstu deildinni

 • Oddur Kristjánsson er sagður líklegur til þess að taka slaginn með KR á næsta tímabili

 • Þá er bróðir hans Björn Kristjánsson sagður líklegur til þess að vera áfram með KR

 • Þriðji bróðirinn, Hjörtur Kristjánsson, en sagður líklegur til þess að yfirgefa KR og ganga til liðs við ÍR

 • Viktor Máni Steffensen, leikmaður Fjölnis, er einnig sagður líklegur til þess að ganga til liðs við ÍR, en hann og frændi hans Hjörtur Kristjánsson eru sagðir vilja spila saman á næsta tímabili.

 • Hinn efnilegi Almar Orri Atlason er sagður íhuga stöðu sína í KR og er talið allt eins líklegt að hann gangi til liðs við Keflavík á næsta tímabili

 • Alexander Knudsen hjá KR er einnig sagður íhuga að ganga til liðs við Hauka eða ÍR

 • Arnór Sveinsson er sagður á leiðinni frá Keflavík til Breiðabliks

 • Miðherji Breiðabliks Isabella Ósk Sigurðardóttir er sögð íhuga að ganga til liðs við South Adelaide í Ástralíu

 • Jana Falsdóttir er sögð líkleg til þess að halda áfram með Haukum á komandi tímabili í Subway deild kvenna

 • Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson er sagður muni vilja halda feril sínum í Leb Oro deildinni á Spáni áfram á næsta tímabili, þó svo hann sé sagður hafa fest kaup á húsi í Njarðvík fyrr í vor

 • Næsta öruggt var fyrir einhverju að Hörður Unnsteinsson yrði áfram með KR í fyrstu deild kvenna, en hann er þó enn orðaður sem arftaki Ívars Ásgrímssonar hjá Breiðablik í Subway deild kvenna fyrir næsta tímabil

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á karfan@karfan.is