Nýliðar Hauka í Subway deild karla staðfestu nú í hádeginu að félagið hefði samið við tvo fyrrum leikmenn félagsins, þá Hilmar Smára Henningsson úr Stjörnunni og Breka Gylfason frá ÍR.

Breki í leik gegn Frakklandi

Breki lék síðast fyrir Hauka tímabilið 2020-21, en á síðasta tímabili með ÍR í Subway deildinni skilaði hann 5 stigum og 2 fráköstum á að meðaltali 15 mínútum spiluðum í leik.

Hilmar Smári var síðast með Haukum tímabilið 2018-19, en á síðasta tímabili með Stjörnunni var hann með 12 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar á 25 mínútum að meðaltali í leik.

Báðir hafa leikmennirnir verið með íslenska landsliðinu á síðustu árum, Breki leikið 9 leiki fyrir liðið á meðan að Hilmar Smári hefur leiki 8 leiki fyrir Íslands hönd.

Viðtöl og myndir frá undirskriftunum eru væntanlegar á Körfuna með deginum.