Njarðvík urðu á dögunum meistarar í 2. deild drengjaflokks með sigri á B liði Stjörnunnar í úrslitaleik, 78-83.

Atkvæðamestur fyrir Njarðvík í leiknum var Elías Bjarki Pálsson með 32 stig, 8 fráköst og 12 fiskaðar villur.

Fyrir Stjörnuna var það Viktor Jónas Lúðvíksson sem dró vagninn með 21 stigi og 10 fráköstum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfara sínum Hermanni Inga Harðarsyni og Mario Matasovic.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ