Tindastóll tekur á móti Val kl. 20:15 í kvöld í Síkinu í fjórða leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla.

Fyrir leik kvöldsins hefur Valur unnið tvo leiki og Tindastóll einn, en með sigri í kvöld getur Valur tryggt sér titilinn.

Fyrsta leik vann Valur með minnsta mun mögulegum heima í Origo Höllinni og Tindastóll náði að svara því með nokkuð öruggum sigri í öðrum leik í Síkinu. Nú fyrir helgina vann Valur svo þriðja leikinn eftir rosalega 21 stigs endurkomu heima í Origo Höllinni.

Ljóst var fyrir úrslitaeinvígið að niðurstaðan yrði að einhverju leyti söguleg hvort liðið sem myndi vinna. Hvorugt liðið hefur orðið Íslandsmeistari síðan að fyrirkomulag úrslitakeppni var tekið upp, en Valur vann þó tvo titla þar áður, árið 1980 og 1983.

Tölfræði leiks

Leikur dagsins

Subway deild karla – Úrslit

Tindastóll Valur – kl. 20:15

Valur leiðir einvígið 2-1