Þriðji leikur Vals og Tindastóls í úrslitaeinvígi Subway deildar karla er á dagskrá kl. 20:30 í kvöld í Origo Höllinni.

Fyrir leik kvöldsins er staðan í einvíginu jöfn 1-1. Fyrsta leikinn vann Valur heima með einu stigi áður en Tindastóll tók annan leikinn nokkuð örugglega í Síkinu.

Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Tölfræði leiks

Leikur dagsins

Subway deild karla – Úrslit

Valur Tindastóll – kl. 20:30

Einvígið er jafnt 1-1