Tindastóll tekur á móti Val kl. 20:15 í kvöld í Síkinu á Sauðárkróki í öðrum leik úrslita Subway deildar karla.

Fyrsta leik einvígis liðanna vann Valur með einu stigi í Origo Höllinni síðasta föstudag með minnsta mun mögulegu, 80-79, þar sem að Stólarnir fengu góð tækifæri undir lokin til þess að stela sigrinum.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Tölfræði leiks

Leikur dagsins

Subway deild karla – Úrslit

Tindastóll Valur – kl. 20:15

Valur leiðir einvígið 1-0