Verðlaunahátíð KKÍ fór fram í hádeginu í dag, en þar voru bestu leikmenn og þjálfarar 2021-22 tímabilsins heiðraðir. Kosið var af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum deildanna eftir að deildarkeppni lauk, en tekið er fram að þá er úrslitakeppnin að sjálfsögðu ekki inni í myndinni hjá þeim er kjósa.

Karfan spjallaði við nýrkýndan þjálfara ársins í fyrstu deild karla Máté Dalmay eftir að hann tók við verðlaununum, en lið hans Haukar tryggði sér sæti í Subway deildinni á komandi tímabili með því að vinna deildina.

Mynd / KKÍ