Martin Hermannsson og Valencia töpuðu fyrsta leik einvígis síns gegn Baskonia í átta liða úrslitum ACB deildarinnar í kvöld, 79-80.

Martin, sem er að koma til baka eftir meiðsli hafði hægt um sig í leiknum, en á rúmum fjórum mínútum spiluðum skilaði hann einu frákasti.

Næsti leikur einvígis liðanna er þann 28. maí á heimavelli Baskonia í Vitoria-Gasteiz.

Tölfræði leiks