Martin Hermannsson og Valencia eru úr leik í úrslitakeppni ACB deildarinnar á Spáni eftir tap fyrir Baskonia í oddaleik 8 liða úrslita, 59-76.

Töpuðu Valencia einvíginu 2-1, en Baskonia mun í næstu umferð etja kappi við Real Madrid.

Martin lék aðeins rúmar 10 mínútur í leik kvöldsins, en þá meiddist hann á hnéi og þurfti að bera hann af velli. Ekki hefur verið gefið út hversu alvarleg meiðsli Martins voru, en þau virtust nokkuð alvarleg. Martin hafði farið ágætlega af stað í leiknum og var með 6 stig og 2 stoðsendingar á þessum fyrstu rúmu 10 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks