Martin Hermannsson og Valencia jöfnuðu metin 1-1 í dag í 8 liða úrslita einvígi sínu gegn Baskonia með 7 stiga sigri, 82-89. Liðin munu því leika oddaleik um hvort þeirra fer áfram komandi mánudag 30. maí.

Á tæpum 23 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 16 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum, en hann var næst framlagshæstur í liði Valencia í leiknum.

Tölfræði leiks