Deildarmeistarar Fjölnis í Subway deild kvenna hafa gengið frá ráðningu Kristjönu Eir Jónsdóttur fyrir komandi tímabil. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Kristjana er að upplagi úr Keflavík, en kemur til Fjölnis eftir að hafa farið upp í Subway deildina með ÍR nú í vor. Fjölnir vann á síðasta tímabili deildarmeistaratitil deildarinnar, en voru slegnar út úr úrslitakeppninni af verðandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur.