KR varð í vikunni meistari 2. deildar 9. flokks stúlkna eftir sigur á Haukum í úrslitaleik í Dalhúsum, 69-51

Atkvæðamest fyrir KR í leiknum var Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 15 stig, 5 stoðsendingar og 9 stolna bolta.

Fyrir Hauka var það Karítas Steinunn Einarsdóttir sem dró vagninn með 21 stigi og 12 fráköstum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfara sínum Herði Unnsteinssyni.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ