Fyrstu deildar lið Hrunamanna hefur samið við Konrad Tota um að þjálfa liðið á komandi tímabili.

Konrad er fyrrum leikmaður og þjálfari sem verið hefur á Íslandi áður, meðal annars með Þór Akureyri og Skallagrími, en síðan hann var hér síðast hefur hann verið að þjálfa og spila með liðum í Þýskalandi og á Nýja Sjálandi.

Samkvæmt félaginu mun Konrad mæta til starfa í Ágúst, en hann tekur við starfinu af Árna Þór Hilmarssyni sem hefur verið með liðið síðustu ár.

Tilkynning:

Hrunamenn og Konrad Tota hafa skrifað undir samning um að hann taki við þjálfun meistaraflokks karla nk. tímabil. Konrad er kunnugur staðháttum á Íslandi en hann hefur leikið og þjálfað áður á Íslandi með bæði Þór Ak. og Skallgrími.

Síðan Konrad kvaddi Ísland hefur hann m.a. þjálfað og spilað í Þýskalandi og á Nýja-Sjálandi. Konrad segist aðspurður um þetta nýja verkefni: ,,I’m very happy for this great opportunity. My goal is to develop versatile, defensive minded players with a winning mentality. I’m looking forward to arriving and helping Hrunamenn reach new heights!”