Jón Axel Guðmundsson og Crailsheim Merlins lögðu Chemnitz Niners í spennuleik í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni, 95-93.

Eftir leikinn eru Crailsheim í 9. særi deildarinnar með 17 sigra og 17 töp það sem af er tímabili, en leikurinn var sá síðasti í deildarkeppninni.

Á rúmum níu mínútum spiluðum skilaði Jón Axel þremur stigum og stoðsendingu.

Þrátt fyrir að vera í 9. sæti deildarinnar eru vonir þeirra um að ná inn í úrslitakeppnina ekki úti. Til þess að færast upp í 8. sætið þurfa þeira að treysta á að Brose Bamberg tapi fyrir Hamburg Towers og að Göttingen tapi fyrir Bayern Munchen á morgun.

Tölfræði leiks