Jón Axel Guðmundsson og Crailsheim Merlins máttu þola tap eftir framlengdan leik í dag gegn Ulm í þýsku úrvalsdeildinni, 100-90.

Eftir leikinn er Crailsheim í 10. sæti deildarinnar með 16 sigra og 17 töp það sem af er tímabili, en þeir eru einum sigurleik fyrir aftan Brose Bamberg í 8. og síðasta sæti úrslitakeppninnar.

Á tæpum 27 mínútum spiluðum skilaði Jón Axel 12 stigum, 9 fráköstum og stoðsendingu.

Næsti leikur Jóns Axels og Crailsheim er þann 7. maí gegn Chemnitz Niners.

Tölfræði leiks