Isabella Ósk Sigurðardóttir lék sinn fyrsta leik fyrir South Adelaide Panthers í gærkvöldi er liðið lagði Sturt Sabres í NBL1 deildinni í Ástralíu, 81-73.

Panthers eru eftir leikinn í efsta sæti miðdeildar NBL1 með sjö sigra og eitt tap það sem af er tímabili.

Á rúmum 10 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Isabella 7 stigum, 4 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur Isabellu og Panthers er þann 4. júní gegn North Adelaide Rockets.

Tölfræði leiks