B lið ÍR varð í vikunni meistari þriðju deildar drengjaflokks eftir sigur á C liði Stjörnunnar í úrslitaleik, 88-72.

Atkvæðamestur fyrir ÍR í leiknum var Lúkas Aron Stefánsson með 24 stig, 15 fráköst og 3 stolna bolta.

Fyrir Stjörnuna var Óskar Már Jóhannsson atkvæðamestur með 7 stig, 12 fráköst, 3 stolna bolta og 2 varin skot.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfara sínum Ísaki Mána Wíum.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ