ÍR urðu á dögunum Íslandsmeistarar í 10. flokki drengja eftir sigur á Selfossi í úrslitaleik, 58-84.

Atkvæðamestur fyrir ÍR í leiknum var Lúkas Aron Stefánsson með 18 stig, 17 fráköst og 2 varin skot.

Fyrir Selfoss var það Birkir Hrafn Eyþórsson sem dró vagninn með 27 stigum og 9 fráköstum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum með þjálfara sínum Daða Steini Arnarssyni og Ísaki Mána Wíum.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ