Haukar og Njarðvík mætast kl. 19:30 í kvöld í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna. Fyrir leik kvöldsins hafa bæði lið unnið tvo leiki, en allar viðureignir þeirra hafa unnist á útivelli bæði í deildar og úrslitakeppni

Karfan hafði samband við fyrrum þjálfara Snæfells og KR, núverandi aðstoðarþjálfara Stjörnunnar Inga Þór Steinþórsson og fékk hann til þess að spá fyrir úrslitum í leiknum.

Hvernig heldurðu að leikurinn eigi eftir að spilast?

“Liðin gjörþekkja hvort annað núna og leikurinn í morgun verður um vilja og samheldni. Liðin hafa ekki unnið heimaleik gegn hvort öðru en reynsla Helenu á eftir að reynast Haukum mjög vel í þessum leik. Þetta verður vonandi best leikni leikurinn í einvíginu fyrir okkur sem fylgjumst með”

Hvernig fer?

“Ég held að Haukar vinni fyrsta heimaleikinn í vetur á milli þessara liða í vetur og verði Íslandsmeistarar”