Haukar tryggðu sér í gær meistaratitil í 2. deild 10. flokks stúlkna með sigri á Grindavík í úrslitaleik, 46-54.

Atkvæðamest fyrir Hauka í leiknum var Halldóra Óskarsdóttir með 20 stig, 19 fráköst og 3 varin skot.

Fyrir Grindavík var Helga Rut Einarsdóttir atkvæðamest með 17 stig og 10 fráköst.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af meistaraliðinu með þjálfara sínum Berry Timmermans.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ