Haukar urðu á dögunum Íslandsmeistarar í stúlknaflokki eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik, 56-62.

Atkvæðamest fyrir Hauka í leiknum var Elísabeth Ýr Ægisdóttir með 25 stig og 17 fráköst.

Fyrir Fjölni var það Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir sem dró vagninn með 22 stigum og 6 fráköstum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfara sínum Ingvari Guðjónssyni og Árna Eggerti Harðarsyni.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ