Fjölnir B varð í gær meistari í 4. deild 9. flokks drengja eftir sigur á Val í úrslitaleik, 65-54.

Atkvæðamestur í liði Fjölnis í úrslitaleiknum var Sindri Valur Sigurðsson með 19 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta, en hann setti niður 9 af 12 í skotum í leiknum.

Fyrir Val var Páll Gústaf Einarsson atkvæðamestur með 9 stig og 10 fráköst.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af liðinu með þjálfara sínum Hreiðari Bjarka Vilhjálmssyni.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ