Nýliðar Hauka í Subway deild karla hafa samið við hinn danska Daniel Motensen um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Daniel kemur til liðsins frá Þór í Þorlákshöfn, en þar skilaði hann 18 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik á tímabilinu. Þór endaði í 2. sæti deildarkeppninnar en Daniel var valinn besti erlendi leikmaður deildarinnar á verðlaunahátíð KKÍ í gær.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Hauka og danski landsliðsmaðurinn Daniel Mortensen hafa komist að samkomulagi um að Mortensen spili með Haukum í Subway deildinni á næstu leiktíð.
Mortensen var í gær valinn besti erlendi leikmaður Subway deildarinnar af leikmönnum og forsvarsmönnum og því mikið hvalreki fyrir lið Hauka.
Hann spilaði í vetur með liði Þórs Þorlákshafnar og skilaði hann rúmum 18 stigum og tæplega níu fráköstum að meðaltali í leik með þeim.