Daníel Ágúst Halldórsson hefur samið við Þór í Þorlákshöfn um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla. Staðfestir félagið á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Daníel Ágúst kemur til liðsins frá Fjölni, en þar var hann valinn í úrvalslið fyrstu deildar og besti ungi leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili.

Tilkynning:

Þór Þorlákshöfn hefur samið við leikstjórnandann Daníel Ágúst Halldórssson til tveggja ára. Daníel sem kemur úr herbúðum Fjölnis vakti töluverða athygli fyrir gæða leik í fyrstu deildinni í ár þar sem hann var meðal annars valinn besti ungi leikmaðurinn og var í úrvalsliði ársins. Við bjóðum Daníel hjartanlega velkominn í Hamingjuna!