Dagur Kár Jónsson hefur samið við KR um að leika fyrir félagið í Subway deild karla á næsta tímabili.

Dagur Kár kemur til liðsins frá Stjörnunni, þangað sem hann fór þegar hann kom heim frá Spáni nú í janúar, en hann lék þó engan leik fyrir Stjörnuna á tímabilinu. Á síðasta tímabili lék Dagur Kár fyrir Grindavík í Subway deildinni, en þá skilaði hann 17 stigum og 7 stoðsendingum að meðaltali í 20 leikjum fyrir félagið.

Karfan spjallaði við Dag Kár við undirskrift fyrr í dag á Meistaravöllum.