Dagur Kár Jónsson hefur samið við KR um að leika fyrir félagið í Subway deild karla á næsta tímabili.

Dagur Kár kemur til liðsins frá Stjörnunni, þangað sem hann fór þegar hann kom heim frá Spáni nú í janúar, en hann lék þó engan leik fyrir Stjörnuna á tímabilinu. Á síðasta tímabili lék Dagur Kár fyrir Grindavík í Subway deildinni, en þá skilaði hann 17 stigum og 7 stoðsendingum að meðaltali í 20 leikjum fyrir félagið.

Þorvaldur Orri

KR hefur einnig framlengt samningum sínum við Veigar Áka Hlynsson og Þorvals Orra Árnason. Báðir eru þeir uppaldir hjá félaginu og fengu góð tækifæri í Subway deildinni á yfirstandandi tímabili. Þorvaldur Orri var með 12 stig og 6 fráköst að meðaltali á tímabilinu á meðan að Veigar Áki var með 4 stig, 3 fráköst og stoðsendingu að meðaltali í leik.

Veigar Áki