Verðlaunahátíð KKÍ fór fram í hádeginu í dag, en þar voru bestu leikmenn og þjálfarar 2021-22 tímabilsins heiðraðir. Kosið var af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum deildanna eftir að deildarkeppni lauk, en tekið er fram að þá er úrslitakeppnin að sjálfsögðu ekki inni í myndinni hjá þeim er kjósa.

Dagný Lísa Davíðsdóttir úr Fjölni var valin leikmaður tímabilsins, en hún var að leika sitt fyrsta tímabil á Íslandi eftir langan skólaferil í Bandaríkjunum.

Mynd / KKÍ